Líf- og Sjúkdómatryggingar

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. hefur frá upphafi miðlað öllum tegundum persónutrygginga svo sem líf- og sjúkdómatryggingum og einnig slysa-og sjúkratyggingum bæði frá innlendum og erlendum tryggingafélögum.

 

Nyva Vefm 2 1Líftrygging: Getur aldrei bætt þann skaða sem fjölskylda verður fyrir við fráfall ástvinar en hún getur
dregið úr þeim fjárhagslegu áhrifum sem dauðsfallið veldur.
 

Sjúkdómatrygging: Veitir fjárhagslegt öryggi tryggingartaka og fjölskyldu hans komi upp alvarleg veikindi.

 

Samkvæmt lögum um miðlun vátrygginga, gera ráðgjafar Nýju vátryggingaþjónustunnar þarfagreiningar og veita ráðgjöf til viðskiptavina m.a. út frá fjölskyldustærð og skuldastöðu.

Bætur úr líf- og/eða sjúkdómatryggingum eru ávallt skattfrjálsar.

Iðgjöld geta verið annað hvort aldurstengd eða jafnaðariðgjöld:

• Aldurstengd iðgjöld henta einkar vel ungu fólki þar sem iðgjaldið er mun lægra í upphafi en fer svo hækkandi með aldrinum. 

• Jafnaðariðgjöld eru metin út frá aldri tryggingartaka og helst óbreytt þann samningstíma sem hann velur. Jafnaðariðgjöld geta verið talsvert hagkvæmari en aldurstengd iðgjöld til lengri tíma litið.


Mjög mikilvægt er að skoða þessi mál vel og fá faglega ráðgjöf.

Skilmálar líftryggingar Friends Provident:
http://www.friendslife.co.uk/doclib/gp24.pdf

Skilmálar sjúkdómatryggingar Friends Provident:
http://www.friendslife.co.uk/doclib/gp25.pdf

Einfaldar leiðbeiningar
http://www.friendslife.co.uk/doclib/xin37e.pdf

Skilmálar Líftryggingar Varðar líf:
http://www.vordur.is/asset/6962/L-1%20L%C3%ADftrygging

Skilmálar Sjúkdómatryggingar Varðar líf:
http://www.vordur.is/asset/4424/L-2%20Sj%C3%BAkd%C3%B3matrygging

Skilmálar Barnatryggingar Varðar líf:

http://www.vordur.is/asset/6963/L-6%20Barnatrygging


Skilmálar líftryggingar Allianz: 
http://allianz.is/skilmalar-liftryggingar
 

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. ~ Bíldshöfða 16 ~ 110 Reykjavík ~ Sími : 581-1616 ~ Fax : 568-9791 ~ Netfang: nyva@nyva.is